Fréttir | 24. nóvember 2022 - kl. 09:39
Afmælishátíð Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra hélt upp á 30 ára afmæli sitt í Félagsheimili Hvammstanga í gær, en það var stofnað þann 21. nóvember 1992. Félagið bauð öllu félögum í veislukaffi í félagsheimilinu og mættu tæplega 100 manns en félagar er nú 155 talsins.

Formaður Guðmundur Haukur Sigurðsson rakti sögu félagsins, Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra flutti 3 lög undir stjórn Ólafs E Rúnarssonar, meðleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Síðan flutti Ólafur nokkur létt lög við undirleik Elínborgar.

Að lokum var stiginn dans í rúma klukkustund við undirleik Stórsveitar Elínborgar Sigurgeirsdóttur. Konur úr Kvenfélaginu Björk sáu um kaffiveitingar og tókst þeim vel upp að vanda. Héldu allir glaðir heim að loknum velheppnuðum degi.

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur Jóhannesson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga