Tilkynningar | 24. nóvember 2022 - kl. 16:05
Aðventuhátíð í Blönduóskirkju

Sameiginleg aðventuhátíð Blönduóssóknar, Þingeyrasóknar, Undirfellssóknar, Svínavatnssóknar og Auðkúlusóknar verður haldin í Blönduóskirkju sunnudaginn 27. nóvember klukkan 20. Fermingarbörn vorsins 2023 taka þátt í stundinni með kertagöngu, lestri og söng. Kynnir er Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir þjónar fyrir altari.

Ræðumaður kvöldsins er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner.

Kaffi, kakó og smákökur að stund lokinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga