Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra og forsetahjónin Guðni Th. og Eliza í Hvammstangakirkju.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra og forsetahjónin Guðni Th. og Eliza í Hvammstangakirkju.
Fréttir | 28. nóvember 2022 - kl. 14:30
Forsetahjónin í heimsókn í Húnaþingi

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Hvammstanga og Blönduós í gær. Byrjuðu þau á að setja aðventustund í setustofunni á sjúkrahúsinu á Hvammstanga með heimilisfólki og öðrum gestum. Að þeirri stund lokinni heimsóttu þau Verslunarminjasafnið. Að því loknu sátu forsetahjónin í aðventustund í Hvammstangakirkju sem í þetta sinn var sameiginleg stund allra kirkna í sveitarfélaginu og flutti Eliza þar hugvekju.

Næst héldu forsetahjónin til Blönduóss og tóku þátt í sameiginlegri aðventuhátíð Blönduóssóknar, Þingeyrasóknar, Undirfellssóknar, Svínavatnssóknar og Auðkúlusóknar sem haldin var í Blönduóskirkju í gærkvöldi og þar var forsetinn ræðumaður kvöldsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga