Fréttir | 30. nóvember 2022 - kl. 11:41
Aðventugleði í Húnabyggð

Sunnudaginn 4. desember klukkan 16 verða ljósin tendruð á jólatrénu fyrir framan Félagsheimilið á Blönduósi. Jólalög verða sungin með Elvari Log og jólasveinar koma í heimsókn. Kaffi, kakó og pipakökur í boðið. Sunnudaginn 11. desember klukkan 16 verða ljósin kveikt á jólatrénu fyrir framan Hillebrantshúsið í gamla bænum. Boðið verður upp á lifandi tónlist og Grýla og Leppalúði kíkja í heimsókn. Ef veður leyfir verður hægt að grilla sykurpúða yfir opnum eldi og verður allt til alls á staðnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga