Veðursjáin á Selfelli í landi Víkna á Skaga. Mynd: Verkís
Veðursjáin á Selfelli í landi Víkna á Skaga. Mynd: Verkís
Fréttir | 03. desember 2022 - kl. 11:51
Ratsjáin síðasta stórvirki Helga Gunnarssonar

Í reglulegum pistlum Morgunblaðsins sem kallast Úr bæjarlífinu segir Ólafur Bernódusson á Skagaströnd m.a. frá óvenjulegu mannvirki sem reist var á Selfelli á Skagaheiðinni í september. Um er að ræða veðurratsjá sem á að gefa veðurfræðingum Veðurstofu Íslands betri upplýsingar um veðurfar á Norðurlandi og gera þeim kleift að vera með nákvæmari veðurspár.

Fram kemur hjá Ólafi að bygging mannvirkisins hafi verið í höndum Helga Gunnarssonar verktaka á Skagaströnd og að þetta hafi verið síðasta „stóra“ verkefni hans því hann muni nú láta af störfum eftir 42 ára þjónustu við íbúa og nágrannabyggðir sem húsasmíðameistari. Helgi hafi á þessum árum séð um allar meiriháttar byggingarframkvæmdir á Skagaströnd, t.d. kirkjuna og íþróttahúsið. Fram kemur einnig að tveir ungir og atorkusamir menn, Gísli Reynisson og Ragnar Björnsson, hafi keypt fyrirtæki Helga og tekið við keflinu úr hans höndum.

Sjá má nánari umfjöllun Ólafs úr bæjarlífinu á Skagaströnd í Morgunblaði dagsins í dag.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga