Fréttir | 28. desember 2022 - kl. 14:20
Flugeldasala á Skagaströnd

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Stranda og Ungmennafélagsins Fram fer fram í listamiðstöðinni Nesi næstu daga. Í dag verður opið klukkan 18-20, á morgun fimmtudaginn 29. desember klukkan 16-22, föstudaginn 30. desember klukkan 16-22 og á gamlársdag klukkan 11-15. Vakin er athygli á því að börn yngri en 12 ára fá ekki afgreiðslu nema í fylgd með fullorðnum og unglingar yngri en 16 ára fá ekki afgreidda skotelda.

Fyrirkomulag áramótabrennu og blysfarar á Skagaströnd verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Brennan verður staðsett við Snorraberg (vegamót Vetrarbrautar og Ásvegs) og leggur blysförin af stað frá Fellsborg klukkan 20:30. Kveikt verður í brennunni klukkan 20:45. Flugeldasýningin hefst þegar góður eldur er kominn í bálköstinn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga