Snjólaug og Jón Brynjar
Snjólaug og Jón Brynjar
Samúel Ingi og Ólafur Benóný
Samúel Ingi og Ólafur Benóný
Samúel Ingi og Snjólaug
Samúel Ingi og Snjólaug
Siggi, Haraldur og Elyass
Siggi, Haraldur og Elyass
Feðgarnir Sammi og Jónbi
Feðgarnir Sammi og Jónbi
Fréttir | 30. desember 2022 - kl. 18:03
Skotfélagið Markviss veitti viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu

Skotfélagið Markviss veitti í gær keppnisfólki sínu viðurkenningar fyrir árangur á árinu sem er að líða. Skotíþróttafólk ársins hjá félaginu voru valin Jón B. Kristjánsson í kúlugreinum og Snjólaug M. Jónsdóttir í haglagreinum. Í flokknum Ungir og efnilegir fengu Ólafur Benóný Hafliðason og Samúel Ingi Jónsson viðurkenningar fyrir ástundun, framfarir og góðan árangur.

Unglingalið Markviss í Norrænu Trappi, þeir Haraldur Holti, Elyass Kristinn og Sigurður Pétur, fengu viðurkenningu fyrir Íslandsmet unglinga í NT. Samúel Ingi fékk viðurkenningar fyrir Íslandsmet í LV og Sporterflokkum í BR50 og Snjólaug M. Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir Íslandsmet í kvennaflokki í Norrænu Trappi.

Auk áður upptalins árangurs má geta að keppnisfólk Markviss hampaði á árinu samtals sex Íslandsmeistaratitlum, sem hlýtur að teljast gott hjá félagi með rétt um 100 félagsmenn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga