Tilkynningar | 03. janúar 2023 - kl. 21:48
Félags- og tómstundastarf Húnabyggðar opnar aftur fimmtudaginn 5. janúar

Kæri íbúi/íbúar.

Við stelpurnar Sísa, Sissú og Vallý óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir liðið ár.

Opnum félags- og tómstundastarfið aftur fimmtudaginn 5. janúar. Starfsemin er opin hjá okkur á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 13:30-16:30.

Um er að ræða þjónustu sem opin er öryrkjum og þeim sem eru 60 ára og eldri.

Tómstundir eru mikill og stór þáttur í okkar daglega lífi.

Spilað er Lomber,vist og bridge, en hvert og eitt spilaborð kemur sér upp spilahóp.

Handavinna er í boði á sama tíma og getur hver og einn komið með sýna handavinnu að heiman.

Við munum þjónusta ykkur með vörur eins og okkar er frekast kostur.

Kaffi er drukkið hjá okkur um kl:15 greitt er fyrir það hverju sinni.

Verið ávallt velkomin til okkar.

Fyrir Hönd félags og tómstundastarfsins.

Sísa, Sissú og Vallý.

Simi félagstarfsins er 455 4785 (Sísa) netf: sisab@hunabyggð.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga