Fréttir | 12. janúar 2023 - kl. 13:05
Skatturinn skorar á eigendur 1.165 skráðra félaga um að skrá raunverulega eigendur

Í gær birti Skatturinn auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu þar sem skorað er á eigendur 1.165 skráðra félaga um að skrá raunverulega eigendur félaganna. Verði það ekki gert á næstu tveimur vikum mun ríkisskattstjóri taka ákvörðun um að krefjast slita eða skipta á félögunum. Nokkur félög á listanum eru á Norðurlandi vestra, þar á meðal Lionsklúbbur Blönduóss, Leikklúbbur Skagastrandar, Starfsmannafélag Kaupfélags Skagfirðinga og Vörubílsstjórafélag Vestur-Húnavatnssýslu.

Áður en tveggja vikna frestinum lýkur getur fyrirsvarsmaður aðila óskað eftir því að fresturinn verði framlengdur allt að tveimur vikum og ber ríkisskattstjóra að verða við því ef hann telur lögmætar ástæður réttlæta frekari drátt á að skráningarskyldu sé sinnt.

Mörg félögin á lista Skattsins bera það með sér að þau hafa ekki verið í starfsemi lengi og á honum má finna starfsmannafélög fyrirtækja sem hafa hætt starfsemi. Hér má sjá nokkur félög sem eru á listanum og hafa tengsl við Norðurland vestra (ekki tæmandi upptalning).

  • Húna­byggð 1,íbúðir aldraðra
  • Stanga­veiðifé­lag Sauðár­króks
  • Veiðifé­lag Skaga­fjarðar
  • Starfs­manna­fé­lag Kaupf Skag­f­irð
  • Kirkju­kór Sauðár­króks
  • Versl­un­in Laug­ar­bakki ehf
  • Húnakór­inn
  • Leik­klúbb­ur Skaga­strand­ar
  • Ice­land Water Comp­any Blöndu­os ehf
  • Hross­a­rækt­ar­deild Lýt­ings­st­hr
  • Sam­fylk­ing­in Skagaf­irði
  • Tón­list­ar­fé­lag Skaga­fjarðar
  • Li­ons­klúbb­ur Blönduóss
  • Tafl­fé­lag Blönduóss
  • Vöru­bíl­stjóra­fé­lag V-Húna­vatnss
  • Vöru­bíl­stjóra­fé­lag Skag­f­irðinga
  • Tón­list­ar­fé­lag V-Hún­vetn­inga

Ríkisskattstjóri hvetur alla þá sem eiga eftir að skrá raunverulega eigendur að ganga frá skráningu. Sjá má frekari leiðbeiningar á vefsíðu Skattsins og öll 1.165 félögin má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga