Gettu betur lið FNV. Mynd: fnv.is
Gettu betur lið FNV. Mynd: fnv.is
Fréttir | 12. janúar 2023 - kl. 14:06
FNV sigraði í fyrstu umferð Gettu betur

Gettu betur lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra mætti Menntaskólanum í Kópavogi í fyrstu umferð keppninnar mánudagskvöldið 9. janúar síðastliðinn og hafði sigur. Lið FNV skipa þau Íris Helga Aradóttir, Alexander Viktor Jóhannesson og Óskar Aron Stefánsson. Íris og Alexander þreyttu frumraun en Óskar Aron tók þátt í þriðja skipti. 

Fyrstu tvær umferðir keppninnar fara fram í útvarpi. Skiptist keppnin í hraðaspurningar og bjölluspurningar. FNV leiddi 7-5 eftir hraðaspurningar en tók síðan öll völdin í bjölluspurningum og sigraði að lokum 21-9. FNV hefur því tryggt sér þátttöku í annarri umferð Gettu betur sem fer fram 16. og 18. janúar á Rás 2. FNV mætir Fjölbrautarskólanum í Garðabæ mánudaginn 16. janúar. Sagt er frá þessu á vef FNV.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga