Ólafur Freyr Birkisson. Ljósm: www.tonhun.is
Ólafur Freyr Birkisson. Ljósm: www.tonhun.is
Fréttir | 12. janúar 2023 - kl. 22:31
Ungir einleikarar 2023

Einn af þremur sigurvegurum keppninnar Ungir einleikarar 2023 er Húnvetningurinn Ólafur Freyr Birkisson frá Höllustöðum en Ólafur er gamall nemandi Tónlistarskóla A-Hún. Keppnin var haldin í tuttugasta skiptið og er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Sinfoníuhljómsveitar Íslands.

Sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til að flytja einleik í Eldborg í Hörpu ásamt sinfoníuhljómsveitinni. Tónleikarnir fara fram þann 25. maí n.k. og hefjast kl. 19:30.

Keppni þessi er afar strong enda hópur umsækjenda stór og fjölbreyttur. Dómnefndina skipuðu þau Sigrún Eðvaldsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Nathanaël Iselin.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga