Fréttir | 13. janúar 2023 - kl. 16:43
Blöndublótið haldið laugardaginn 28. janúar

Blöndublótið verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 28. janúar næstkomandi. Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefjast hálftíma síðar. Hafa gaman ehf. sér um veislumatinn og skemmtilega nefndin sér um að kitla hláturtaugar gesta og rifja upp atburði í samfélaginu síðustu ár. Hljómsveitin Smóking spila undir í fjöldasöng að loknu borðhaldi og heldur svo uppi stuðinu fram á rauða nótt.

Aldurstakmark er 18 ár en árgangur 2006 og 2007 eru velkomnir í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum. Barinn verður opinn og þá er ólöglegt að bera með sér áfengi inn í húsið.

Miðaverð á þorrablótið er 9.900 krónur og er hægt að panta miða hjá Kristínu í síma 663 4789 eða á netfangið hafagaman15@gmail.com. Tekið er við miðapöntunum til 21. janúar. Miðar verða afhentir gegn greiðslu fimmtudaginn 26. janúar frá klukkan 16:30-18:00.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga