Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 21. mars 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2023
SMÞMFL
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 11:00 NA 13 -6°C
Laxárdalsh. 11:00 ANA 14 -4°C
Vatnsskarð 11:00 A 10 -5°C
Þverárfjall 11:00 ANA 13 -6°C
Kjalarnes 11:00 A 12 3°C
Hafnarfjall 11:00 NNA 9 1°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. mars 2023
43. þáttur. Eftir Jón Torfason
06. mars 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
04. mars 2023
Pistill Péturs Bergþórs Arasonar, sveitarstjóra Húnabyggðar
01. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
26. febrúar 2023
Fréttir | 15. janúar 2023 - kl. 12:44
Tilboð opnuð í Víðidalsá

Sporðaköst, veiðivefur mbl.is, segir frá því að tilboð í Víðidalsá hafi verið opnuð í gær og að tilboð hafi borist frá fimm aðilum. Samkvæmt heimildum vefsins er leiguverð Víðidalsár nú í kringum 80 milljónir króna á ári en nokkur tilboðanna í gær voru vel yfir 100 milljónir og hæsta boð hljóðað upp á 115 milljónir á ári. Ljós sé því að leiga fyrir veiðiréttindi í Víðidalsá muni hækka um tugi milljóna króna.

Á vefnum kemur fram að hæsta tilboðið hafi verið frá núverandi leigutökum sem eru Starir ehf. í samstarfi við landeigendur sem kenndir eru við Stóru-Borg í Víðidal. Starir hafa verið með ána á leigu frá árinu 2014 en nýr samningur á að taka gildi næsta sumar.

Boðinn var út veiðiréttur í Víðidalsá sem samanstendur af átta stöngum á laxasvæðinu í Víðidalsá og hliðaránni Fitjaá. Þá er þrjár stangir á neðsta hluta árinnar sem flokkast sem silungasvæði. Loks var veiðiréttur í Hópinu hluti af útboðinu. Óskað var eftir tilboðum í svæðið til fimm ára. Tvö veiðihús eru jafnframt hluti af leigunni. Annars vegar Tjarnarbrekka sem hýsir veiðimenn á laxasvæðinu og veiðihúsið Þúfa sem er aðstaða fyrir veiðimenn á silungasvæðinu.

Sporðaköst ræddi við Björn Magnússon, bónda á Hólabaki og formann veiðifélagsins, og segist hann verða ánægður með tilboðin sem bárust. Ljóst sé að þau hljóði upp á mikla hækkun til landeigenda eða sem nemur tugum milljónum króna á ári. Að sama skapi sé ljós að hækkun á veiðileyfum í Víðidalsá verði mikil. Björn átti von á fleiri tilboðum en er ánægður með þau sem bárust. Segir hann að veiðifélagið muni nú taka sér tíma til að fara yfir tilboðin og ræða við þá sem buðu áður en félagsfundur verður kallaður saman til að kjósa um tillögu stjórnar.

Laxveiði í Víðidalsá hefur sveiflast nokkuð síðustu ár. Alls veiddust 810 laxar í fyrra en árið á undan voru þeir 737. Árið 2020 veiddust 546 laxar í ánni og 2019 voru þeir 430. Ef horft er til síðustu tíu ára veiddist mest í ánni árið 2015 eða 1.626 laxar. Meðalveiði síðustu tíu ára í Víðidalsá eru 826 laxar.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið