Fréttir | 17. janúar 2023 - kl. 09:39
Foreldramorgunn og kvöldmessa

Foreldramorgunn verður haldinn í Blönduóskirkju miðvikudaginn 18. janúar klukkan 10-12 og verður léttur hádegisverður í boði. Kvöldmessa fer fram í kirkjunni klukkan 20 sama dag. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner. Sr. Edda Hlíf þjónar fyrir altari. Allir hjartanlega velkomnir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga