Eru dýrin þín skráð? Mynd: skagastrond.is
Eru dýrin þín skráð? Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 17. janúar 2023 - kl. 15:30
Hunda og ketti þarf að skrá

Í tilkynningu á vef Skagastrandar eru hunda og kattaeigendur í sveitarfélaginu, sem ekki hafa skráð dýrin sín, hvattir til að drífa í því enda segja samþykktir sveitarfélagsins að það skuli gert. Dýr sem eru skráð stendur til boða ormahreinsun á vorin endurgjaldslaust. Þá eru skráðir hundar með ábyrgðartryggingu í gegnum tryggingar sveitarfélagsins en henni er ætlað að mæta skaðabótakröfum vegna tjóns sem hundur þriðja aðila.

Skráningarblað má finna hér og hægt er að senda það á netfangið skagastrond@skagastrond.is.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga