Janúar 2023 | ||||||
S | M | Þ | M | F | L | |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | 1 | 2 | 3 | 4 |
Fyrri | Núna | Næsti |


Holtavörðuh. | 03:40 | NA 16 | -5°C |
Laxárdalsh. | 03:40 | NA 13 | -3°C |
Vatnsskarð | 03:40 | NNA 7 | -5°C |
Þverárfjall | 03:40 | NA 13 | -5°C |
Kjalarnes | 03:40 | NNA18 | 2°C |
Hafnarfjall | 03:40 | NA24 | -2°C |


30. október 2022 Stutt hugleiðing um íslenskunaSumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana. ::Lesa |
Íbúum á Norðurlandi vestra fækkar um 20 milli mánaða samkvæmt tölum Þjóðskrár yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum í janúar 2023. Íbúum fjölgar í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra og eystra. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Vesturlandi eða um 0,4%, sem er fjölgun um 72 íbúa. Af 64 sveitarfélögum fækkar íbúum í 25 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 39 sveitarfélögum. Íbúum fækkaði í Skagafirði, Húnaþingi vestra og Húnabyggð á tímabilinu.
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 346 á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. janúar 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 20. Íbúum Akureyrarbæjar fækkaði á tímabilinu um 20, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 56 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 47 íbúa.
Fjöldi íbúa á Norðurlandi vestra var 7.446 þann 1. desember 2022 en var kominn niður í 7.426 þann 1. janúar 2023. Mest varð fækkunin í Skagafirði eða um 13 íbúa. Íbúum Húnaþings vestra fækkaði um sex og íbúum Húnabyggðar fækkaði um tvo. Skagstrendingum fjölgaði um einn og íbúafjöldi í Skagabyggð stóð í stað.
Þann 1. janúar 2023 var fjöldi íbúa á Norðurlandi vestra eftir sveitarfélögum þessi:
Húnaþing vestra 1.253
Sveitarfélagið Skagaströnd 484
Skagabyggð 89
Húnabyggð 1.295
Skagafjörður 4.305

04. apríl 2022 Sjö leiðir til að létta þér þrifin í vor og sumarNú er vorið komið og sumarið framundan og þá er ekki úr vegi að koma með nokkur góð húsræða. ::Lesa |

04. apríl 2022 Auglýsti eftir giftum karlmönnumBjarni setti upp verksmiðju í heimabæ sínum og fór að ráða starfsfólk. Hann auglýsti í staðarvefmiðlinum og tók fram að hann ætlaði bara að ráða gifta karlmenn. ::Lesa |