Mynd: skra.is
Mynd: skra.is
Fréttir | 18. janúar 2023 - kl. 16:16
Íbúum á Norðurlandi vestra fækkar milli mánaða

Íbúum á Norðurlandi vestra fækkar um 20 milli mánaða samkvæmt tölum Þjóðskrár yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum í janúar 2023. Íbúum fjölgar í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra og eystra. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Vesturlandi eða um 0,4%, sem er fjölgun um 72 íbúa. Af 64 sveitarfélögum fækkar íbúum í 25 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 39 sveitarfélögum. Íbúum fækkaði í Skagafirði, Húnaþingi vestra og Húnabyggð á tímabilinu.

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 346 á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. janúar 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 20. Íbúum Akureyrarbæjar fækkaði á tímabilinu um 20, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 56 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 47 íbúa.

Fjöldi íbúa á Norðurlandi vestra var 7.446 þann 1. desember 2022 en var kominn niður í 7.426 þann 1. janúar 2023. Mest varð fækkunin í Skagafirði eða um 13 íbúa. Íbúum Húnaþings vestra fækkaði um sex og íbúum Húnabyggðar fækkaði um tvo. Skagstrendingum fjölgaði um einn og íbúafjöldi í Skagabyggð stóð í stað.

Þann 1. janúar 2023 var fjöldi íbúa á Norðurlandi vestra eftir sveitarfélögum þessi:

Húnaþing vestra 1.253
Sveitarfélagið Skagaströnd 484
Skagabyggð 89
Húnabyggð 1.295
Skagafjörður 4.305

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga