Asahl├íka ├ş kortunum ├í morgun. Mynd: vedur.is
Asahl├íka ├ş kortunum ├í morgun. Mynd: vedur.is
Fr├ęttir | 19. janúar 2023 - kl. 11:55
Gul ve├░urvi├░v├Ârun vegna asahl├íku

Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir í öllum landshlutum vegna asahláku sem spáð er á morgun og varir fram á laugardag. Á Norðurlandi vestra er spáð sunnan 10-18 m/s og rigningu á köflum. Hiti gæti náð allt að 12 stigum og því má búast við talsverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum.

Ísilagðar ár geta rutt sig og fólk er hvatt til að sýna aðgát vegna þess. Hyggilegt er að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og forðast vatnstjón. Flughálka er líkleg til að myndast á blautum klaka og því eru allir hvattir til að fara varlega.

Fylgstu með veðri á www.vedur.is og færð á vegum á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga