Valdimar Logi og Harpa Katrín. Mynd: FB/Frjálsíþróttadeild Hvatar
Valdimar Logi og Harpa Katrín. Mynd: FB/Frjálsíþróttadeild Hvatar
Fréttir | 23. janúar 2023 - kl. 15:56
Glæsilegur árangur á Stórmóti ÍR

Fimm keppendur frá frjálsíþróttadeild Hvatar tóku þátt á Stórmóti ÍR sem fram fór í Laugardagshöll um helgina. Mótið var fyrir alla aldurshópa og voru um 500 keppendur skráðir til leiks. Á facebooksíðu frjálsíþróttadeildar Hvatar er sagt frá árangri keppenda. Þar kemur m.a. fram að Valdimar Logi Guðmannsson sigraði í sínum flokki í hástökki, langstökki og þrístökki. Þá sigraði Harpa Katrín Sigurðardóttir í sínum flokki í þrístökki.

  • Í 11 ára flokki kepptu Rúnar Snær Jónasson og Gabríel Ási Ingvarsson, í þeirra flokki er keppt í fjölþrautarkeppni þar sem samanlögð stig eftir allar greinar telja til úrslita. Þeir bættu sig í öllum greinum sem þeir kepptu í en þeir eru að stíga sín fyrstu skref á stórmóti.
  • Í 13 ára flokki drengja keppti Valdimar Logi Guðmannson. Hann bætti sig í 5 greinum af 6. Árangurinn hans er: 60m hlaup 8,32sek (2.sæti), 200m hlaup 28,27sek (2.sæti), hástökk 1,53m (1.sæti), langstökk 4,99 (1.sæti), þrístökk 8.90m (1.sæti) og kúluvarp 8.41m (2.sæti). Hann fékk einnig viðurkenningu fyrir mestu bætingu í hástökki.
  • Í 14 ára flokki stúlkna keppti Harpa Katrín Sigurðardóttir. Hún bætti sig 4 greinum af 7. Árangurinn hennar er: 60m hlaup 8,61sek (4.sæti), 300m 47,80 sek (3.sæti), 60m grind 10,74sek (5.sæti), hástökk 1,34m (10.sæti), langstökk 4,69m (2.sæti), þrístökk 9,41m (1.sætir) og kúluvarp 7,20m.
  • Í 14 ára flokki drengja keppti Adam Nökkvi Ingvarsson. Hann bætti sig í 4 greinum af 4. Árangurinn hans er: 60m hlaup 8,70 (7.sæti), langstökk 4,30m (11.sæti), þrístökk 8,83m (3.sæti) og kúluvarp 7,91 (6.sæti).
  • Í kvennaflokki var Bríet Sara Sigurðardóttir skráð til leiks en því miður var hún veðurteppt á Akureyri.
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga