Músarrindill. Mynd: Sindri Skúlason
Músarrindill. Mynd: Sindri Skúlason
Fréttir | 24. janúar 2023 - kl. 10:51
Garðfuglahelgin 27.-30. janúar
Talning garðfugla

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar, sem er framundan. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla, að því er segir í tilkynningu frá Fuglavernd.

Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Á vef Fuglaverndar má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn, m.a. nálgast rafræna skráningu og skráningarblöð. Mælt er með rafrænni skráningu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga