Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 03. febrúar 2023 - kl. 11:24
Suðlægur stormur - gul viðvörun

Áfram halda gular veðurviðvaranir að berast frá Veðurstofu Íslands. Í dag tekur ein slík gildi á Norðurlandi vestra um hádegið í dag og gildir hún fram á morgundaginn. Spáð er sunnan og síðar suðvestan stormi, 18-25 m/s. Snarpar vindhviður verða við fjöll og geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur, sérstaklega ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þessu fylgir líklega rigning í fyrstu og er fólki bent á að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Sjá allt um veður á www.vedur.is og upplýsingar um færð á vegum á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga