Fréttir | 06. febrúar 2023 - kl. 10:37
Eldur í svínabúi í Langadal

Allur tiltækur mannskapur Brunavarna Austur-Húnvetninga var kallaður út snemma í morgun og berst nú við eld sem kom upp á svínabú við Skriðuland í Langadal. Á mbl.is er haft eftir Ingvari Sigurðssyni slökkviliðsstjóra að slökkvistarf gangi ágætlega og að náðst hafi verið að halda eldinum í einum þriðja af húsinu. Telur hann að allt að 200 svín hafi drepist í brunanum en húsið er hólfað niður. Þannig hafi eldurinn stoppað við eldvarnarvegg en verið sé nú að rjúfa þakið á húsinu.

Ingvar telur að eldurinn hafi komið upp í þaki, líklega út frá einhverjum rafknúnum búnaði. Sjá nánari umfjöllun á mbl.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga