Fréttir | 18. mars 2023 - kl. 09:10
Guðsþjónusta í Blönduóskirkju

Guðsþjónusta fer fram í Blönduóskirkju á morgun, sunnudaginn 19. mars klukkan 11. Kirkjukórinn flytur föstusálma undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner. Meðhjálpari er Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Sr. Edda Hlíf þjónar fyrir altari og fermingarbörn ársins flytja bænir og aðstoða við messuna. Í safnaðarsal verða myndir til að lita og kex og djús í boði fyrir krakkana meðan á messu stendur. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga