Fréttir | 20. mars 2023 - kl. 15:09
Teitur Björn tekur sæti Haraldar á Alþingi

Haraldur Benediktsson, sem setið hefur á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk í Norðvesturkjördæmi síðan 2013, ætlar að hætta sem alþingismaður en hann hefur ráðið sig sem bæjarstjóra á Akranesi. Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mun taka sæti Haraldar á Alþingi. Hann segir að landsbyggðarmál verði ofarlega á blaði í sinni pólitík.

Teitur Björn er lögfræðingur og hefur undanfarið verið aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggis. Hann var alþingismaður árin 2016-2017. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir hann að landsbyggðarmálin séu ofarlega á blaði í hans pólitík og þegar litið sé til Norðvesturkjördæmis þá séu atvinnu- og samgöngumál þar alltaf í deiglunni, sem aftur séu undirstaða þess að halda úti heilbrigðisþjónustu og góðum skólum fyrir börnin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga