Jóhannes og Sigurður handsala samninginn
Jóhannes og Sigurður handsala samninginn
Yfirlitsmynd af hleðsluplaninu. Mynd: Stoð verkfræðistofa
Yfirlitsmynd af hleðsluplaninu. Mynd: Stoð verkfræðistofa
Fréttir | 20. mars 2023 - kl. 21:44
Hraðhleðslustöð sett upp á Húnabraut 4

Nýlega var undirritaður samningur milli Ámundakinnar og Ísorku um afnot Ísorku af lóð Ámundakinnar á Húnabraut 4, til að setja þar upp hraðhleðslustöð fyrir rafbíla. Stöðin verður staðsett ofan við bílaplanið við veitingastaðinn Teni og upp með Melabrautinni. Afnotasamningurinn er til tíu ára og stefnir Ísorka á að opnað hraðhleðslustöðina á vordögum.

Á meðfylgjandi mynd handsala Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar og Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku samninginn. Neðri myndi sýnir hvar stöðin mun rísa.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga