Fréttir | 21. mars 2023 - kl. 18:28
Styrktarsjóður USVH - auglýst eftir umsóknum

Stjórn Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga auglýsir eftir umsóknum vegna fyrri úthlutunar úr styrktarsjóði USVH 2023. Tilgangur sjóðsins er að styrkja afreksfólk í Húnaþingi vestra, afreksefni og afrekshópa til æfinga og keppni. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, í apríl og nóvember. Umsóknir skal senda á netfangið usvh@usvh.is fyrir miðnætti þriðjudaginn 11. apríl.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu USVH, www.usvh.is.

Reglur sjóðsins má sjá hér.

Umsóknareyðublöð eru hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga