Vatnsnesvegur. Mynd: hunathing.is
Vatnsnesvegur. Mynd: hunathing.is
Fréttir | 22. mars 2023 - kl. 15:35
Framkvæmdir fyrirhugaðar á Vatnsnesvegi

Vegagerðin hefur auglýst útboð á endurbyggingu Vatnsnesvegar á um 7,1 kílómetra kafla, frá Kárastöðum að Skarði í Miðfirði. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 2024 og skal skila tilboðum rafrænt fyrir klukkan 14 þriðjudaginn 4. apríl næstkomandi.  

Sjá má nánari upplýsingar á vef Vegagerðarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga