Fulltrúar úr öldungaráði Húnaþings vestra tóku á móti öldungaráði Skagafjarðar í gær. Mynd: hunathing.is
Fulltrúar úr öldungaráði Húnaþings vestra tóku á móti öldungaráði Skagafjarðar í gær. Mynd: hunathing.is
Fréttir | 22. mars 2023 - kl. 15:47
Öldungaráð hittast

Fulltrúar úr öldungaráði Húnaþings vestra og Skagafjarðar hittust á Hvammstanga í gær og áttu gott samtal um verkefni og stefnumótun í málefnum eldra fólks. Að lokum fundi var ráðsfólki boðið í heimsókn í aðstöðu Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra sem er í gamla verslunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga en þar fer fram fjölbreytt félagsstarf alla virka daga.

Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra. Þar kemur fram að eitt af verkefnum öldungaráðs Húnaþings vestra er þátttaka í samráði sveitarfélagsins um framtíðarsýn í málefnum eldri borgara sem verið er að vinna að og verkefnið kynnt sérstaklega.

Öldungaráð Húnaþings vestra hefur verið starfandi frá árinu 2019.

Á myndinni frá vinstri eru eftirfarandi: Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, Ragna Jóhannsdóttir, Stefanía Sif Traustadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Gunnsteinn Björnsson, Stefán A. Steingrímsson, Gestur Þorsteinsson, Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Guðmundur Haukur Sigurðsson og Sigurjón Gestsson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga