Fréttir | 24. mars 2023 - kl. 09:32
Fiber Focus fyrirlestrar
Frá Textílmiðstöð Íslands

Verkefnið “Fiber Focus” er samstarfsverkefni á milli Sommerakademiet í Noregi og Textílmiðstöðvar Íslands og snýst um að dreifa þekkingu á nýtingu og vinnslu á ull á milli Noregs og Íslands.

Haldnir verða fyrirlestrar á netinu og öllum aðgengilegir. (linkur á fyrirlestrana verður birt á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar þegar nær dregur). 

29. mars 2023, kl. 12:10 - 13:00 „ARTografi- fragments from a wool-practice in Education.“  Fyrirlesari: Sissel Midtlid, textíllistakona og lektor. Hún stundar rannsóknir á textíl.

30. mars 2023, kl. 12:10 - 13:00 „Wool, always on my mind - from fleece to fabric.“
Fyrirlesari; Tone Barnug, textílhönnuður hjá Innvik Ullfabrikk.

Sissel Midlid, lektor

  • Textíllistamaður. Meðlimur í Norwegian Feltmaker
  • Vinnur við rannsóknir hjá Volda university college

Tone Barnug, hönnuður

  • Útskrifaðist 1987 frá Scottish College of textiles BA i textílhönnun fyrir verksmiðjur.
  • Hefur hannað og framleitt áklæði sl. 30 ár í Innvik as, Vörur hennar eru seldar út um allan heim.

Ullarvörur frá Noregi verða til sýnis á vinnustofu Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum apríl nk. kl. 14:00-16:00 í samstarfi við sýningu Textílfélagsins. Öll velkomin!

Tilkynningin hefur verið uppfærð

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga