Skjáskot úr Ríkissjónvarpinu
Skjáskot úr Ríkissjónvarpinu
Fréttir | 27. mars 2023 - kl. 11:41
Landinn í heimsókn í Höfðaskóla
Berglind Festival mætti á Blönduós

Sjónvarpsþátturinn Landinn, sem sýndur er á sunnudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu, heimsótti Höfðaskóla á Skagaströnd í síðustu viku og afraksturinn var sýndur í gærkvöldi. Tekin voru viðtöl við nemendur og starfsfólk ásamt því að fylgst var með uppsetningu listinnsetningar, sem er samvinnuverkefni nemenda skólans og listafólks frá listamiðstöðinni Nesi. Þá mætti spaugarinn Berglind Festival á Blönduós og afrakstur þeirrar heimsóknar var sýndur í þættinum Vikunni með Gísla Marteini á föstudaginn.

Innslag Berglindar fjallaði fyrst og fremst um Prjónagleðina og um að Blönduós væri nýjasta stórborg heimsins.

Landann má sjá hér.

Innslagið Berglindar Festival má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga