Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 6. júní 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júní 2023
SMÞMFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829301
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:10 SSV 5 3°C
Laxárdalsh. 00:10 SV 4 4°C
Vatnsskarð 00:10 SV 1 3°C
Þverárfjall 00:10 SV 3 4°C
Kjalarnes 00:10 V 4 6°C
Hafnarfjall 00:10 SSA 3 7°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
05. júní 2023
50. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. júní 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júní 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
29. maí 2023
Eftir Pétur Arason sveitarstjóra Húnabyggðar
26. maí 2023
49. þáttur: Eftir Jón Torfason
20. maí 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
18. maí 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. maí 2023
Pistlar | 18. maí 2023 - kl. 09:34
Fram á nýjan morgun
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Svo hátt sem himininn er yfir jörðinni, svo óendanlega nálægur hjarta mínu er kærleikur þinn, ó, Guð, fyrirgefning, miskunn, náð og dýrð.

Þú opnar mér hjarta þitt og býður mér að leita skjóls við rætur þess. Og þótt ég skjálfi sem strá í vindi nýt ég skjóls er ég aðeins opna mín innri augu, lít til fjallanna og horfi upp til þín í himinblámann.

Því þegar ég lúinn og þreyttur er orðinn. Veðraður eftir farinn veg og hef fullnað þjónustu mína hér á jörð, þá veit ég, Jesús, að þú opnar mér himinsins hlið þar sem þú hefur búið mér stað í grónu rjóðri á grænni grundu við sólríka strönd himinsins þar sem ég fæ að hvílast og njóta í skjólgóðu rjóðri minninganna.

Þar sem ég finn sjálfan mig að nýju. Þar sem geislar þínir munu verma mig um sólarlag seint um kvöld eftir langan dag, nóttina alla og fram á nýjan morgun.

Lof sé þér, Guð, sem skapar, læknar, líknar og endurnærir. Já, þér sem reisir upp og gerir alla hluti nýja.

Í auðmýkt og þakklæti með kærleiks- og friðarkveðju.

- Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið