Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. maí 2023 - kl. 12:51
Suðvestan hvassviðri síðdegis í dag

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra sem tekur gildi klukkan 15 í dag og rennur út klukkan 10 á morgun. Spáð er suðvestan og sunnan hvassviðri, 15-20 m/s með hviðum staðbundið yfir 30 m/s. Búast má við takmörkuðu skyggni á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum sem getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga