Fréttir | 20. maí 2023 - kl. 22:01
Tap í fyrsta heimaleiknum sem fram fór á Sauðárkróki

Kormákur Hvöt tók á móti Elliða úr Árbænum í dag á gervigrasinu á Sauðárkróksvelli þegar 3. umferð var leikin á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla 3. deild. Leikurinn var fyrsti „heimaleikur“ Kormáks Hvatar á tímabilinu og byrjaði hann ekki vel þar sem Elliði skoraði mark eftir aðeins 27 sekúndur. Eftir 20 mínútna leik bætti Elliði við öðru marki en Lazar Cordasic lagaði stöðuna fyrir Kormák Hvöt á 40. mínútu með góðu marki.

Þremur mínútum seinna fékk Sigurður Bjarni Aadnegard að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt sem þýddi að Kormákur Hvöt lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. Á 69. mínútu bætti Elliði við þriðja marki sínum og átti Kormákur Hvöt litla möguleika á að laga stöðuna. Lokatölur á Sauðárkróksvelli 1-3 fyrir gestina.

Eftir þrjá umverðir er Kormákur Hvöt í 9. sæti í deildinni með þrjú sig, jafnmörg og KFS en liðin mætast í næstu umferð. Leikið verður laugardaginn 27. maí klukkan 14 á Týsvelli í Vestmannaeyjum.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga