Ingvi Rafn. Mynd: kormakurhvot.net
Ingvi Rafn. Mynd: kormakurhvot.net
Fréttir | 22. maí 2023 - kl. 09:42
Þjálfaraskipti hjá Kormáki Hvöt

Ingvi Rafn Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Kormáks Hvatar og gildir samningur hans út leiktímabilið. Aco Pandurevic, fráfarandi þjálfari, sagði starfi sínu lausu eftir tapleik gegn Elliða á laugardaginn. Aco var ráðinn þjálfari fyrir leiktímabilið í fyrra og hafnaði Kormákur Hvöt í 9. sæti í 3. deild. Liðið situr nú í sama sæti eftir fyrstu þrjá leikina sem af er sumri. Ingvi er liðinu vel kunnugur þar sem hann hefur leikið með því í tíu ár og verið iðinn við að skora mörk. Hann var þjálfari liðsins árið 2021 þegar það komst upp um deild.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga