Á Húnafirði á föstudaginn. Mynd: FB/Bjf. Blanda
Á Húnafirði á föstudaginn. Mynd: FB/Bjf. Blanda
Lagt upp að danska varðskipinu. Mynd: FB/Bjf. Blanda
Lagt upp að danska varðskipinu. Mynd: FB/Bjf. Blanda
Fréttir | 22. maí 2023 - kl. 14:01
Æfing með dönsku varðskipi á Húnafirði

Björgunarsveitin Strönd, Slökkvilið Skagastrandar, Björgunarfélagið Blanda og danska varðskipið HDMS Vædderen tóku þátt í sameiginlegri æfingu á Húnafirði síðastliðinn föstudag. Björgunarsveitarmenn sigldu út frá Skagaströnd á björgunarskipunum Húnabjörginni og Aðalbjörginni og að varðskipinu þar sem línu var skotið á milli skipanna og Slökkvilið Skagastrandar æfði reykköfun í varðskipinu. Varðskipið yfirgaf Húnaflóann í gærkvöldi og er nú komið til Reykjavíkur.

Sagt er frá þessu á facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu og þar má sjá fleiri myndir af æfingunni.

Danska varðskipið sást vel frá Blönduósi alla helgina og hafa margir smellt mynd af því og skellt á Facebook.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga