Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 22. maí 2023 - kl. 14:15
Enn ein veðurviðvörunin

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir nær allt landið á morgun þriðjudag. Á Norðurlandi vestra tekur hún gildi klukkan 14 og stendur fram yfir miðnætti. Spáð er suðvestan hvassvirðri eða stormi 18-23 m/s með hagl- eða slydduéljum og snörpum vindhviðum við fjöll. Veðrið getur verið varasamt þeim sem eru á ferðalagi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Sjá allt um veður á www.vedur.is og um færð á vegum á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga