Fréttir | 23. maí 2023 - kl. 20:24
Fjölskyldumál næst á dagskrá stefnumótunar

Húnabyggð hefur boðað til opins íbúafundar um stefnumótun sveitarfélagsins í fjölskyldumálum og verður hann haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 25. maí klukkan 17-19. Rætt verður um skólamál, lýðheilsu, íþróttir, tómstundir, barnavernd og málefni fatlaðra, öryrkja og aldraðra. Þann 11. maí síðastliðinn var fyrsti íbúafundurinn haldinn í tengslum við stefnumótunina og þá voru atvinnumálin í forgrunni. Framundan eru svo fleiri íbúafundir um helstu málefni sveitarfélagsins.

Dagskrá fundarins á fimmtudaginn er:

 Kl. 17:00 Ávarp sveitarstjóra
Kl. 17:10 Kynning á verklagi fundarins
Kl. 17:20 Hugarflug og umræða um leikskólamál
Kl. 17:40 Hugarflug og umræða um málefni grunnskólans
Kl. 18:00 Hugarflug og umræða um lýðheilsu, íþróttir og tómstundir
18:20 Hugarflug og umræða um félagsþjónustu og barnavernd
18:40 Hugarflug og umræða um málefni fatlaðra, aldraðra og öryrkja
19:00 Fundarlok

Fundarstjóri er Jón Hrói Finnsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga