Mynd úr skýrslunni um rannsóknina.
Mynd úr skýrslunni um rannsóknina.
Fréttir | 23. maí 2023 - kl. 20:56
Hvað útskýrir óvenju ólíka útkomu úr íbúakönnun sambærilegra landsvæða

Húnaþing vestra hefur boðað til fundar um niðurstöður rannsóknar sem Vífill Karlsson gerði nýverið þar sem atvinnulíf, búsetuskilyrði og hugarfar íbúa í Vestur-Húnavatnssýslu, Austur-Húnavatnssýslu og Dalasýslu er borið saman. Tilefnið var endurtekin óvenju góð útkoma Vestur-Húnavatnssýslu í umfangsmikilli íbúakönnun í öllum landshlutum en síðri útkoma í sambærilegum samfélögum eins og í Dalasýslu og Austur-Húnavatnssýslu.

Leitað var skýringa í þeirri viðleitni til að efla mætti stöðu fámennari samfélaga hérlendis. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.

Á fundinum ætlar Vífill að fara yfir helstu niðurstöður og hvaða lærdóm mætti draga af þeim. Einnig verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður um efni rannsóknarinnar og hvað sé framundan í rannsóknum á þessu sviði.

Fundurinn fer fram 7. júní klukkan 17 í Félagsheimilinu Hvammstanga og eru allir velkomnir.

Dagskrá
Kl. 17:00-17:30 Erindi um niðurstöður rannsóknarinnar
Kl. 17:30-18:00 Fyrirspurnir úr sal og umræður
Kl. 18:00 Formlegum fundi slitið en óformlegar umræður við höfund rannsóknar í boði ef þörf er á eða áhugi

Skýrsla með niðurstöðu rannsóknarinnarm er aðgengileg hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga