Veiðihúsið við Fremri-Laxá. Mynd: FB/Fremri-Laxá
Veiðihúsið við Fremri-Laxá. Mynd: FB/Fremri-Laxá
Fréttir | 26. maí 2023 - kl. 10:42
Lífleg opnun í Fremri-Laxá

Sporðaköst, veiðivefur mbl.is, segir frá opnun í Fremri-Laxá, sem er ein besta urriðaá landsins. Áin fellur úr Svínavatni í Laxárvatn og er fiskurinn í henni fremur smár en sprettharður. Opnunarhollið voru sex veiðikonur sem kalla sig Veiðipöddurnar og í för með þeim var leiðsögumaðurinn Hallgrímur Gunnarsson. Fram kemur í Sporðaköstum að fiskur hafi verið hoppandi um alla á og að veðrið hafi sett sitt mark á opnunina. Þetta er í þriðja sitt sem Veiðipöddurnar opna ána og var opnunin í ár sú langbesta. Hópurinn landaði 93 urriðum og var þeim flestum sleppt.

Sjá nánar í Sporðaköstum á vef mbl.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga