Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 26. maí 2023 - kl. 10:54
Gul viðvörun - ekki vegna sólskins

Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir mest allt landið á morgun en von er á norðvestan hríð. Fyrir Norðurland vestra tekur gul viðvörun gildi um miðnætti í kvöld og rennur út á hádegi á morgun. Spáð er norðvestan 13-18 m/s og snjókommu á fjallvegum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Líklega verður úrkoman rigning eða slydda á láglendi. Það er huggun harmi gegn að líklega sér fyrir endann á gulum veðurviðvörunum, í bili að minnsta kosti.

Upplýsingar um veður má finna á www.vedur.is og um færð á vegum á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga