Fréttir | 28. maí 2023 - kl. 12:38
Sigur í Eyjum

Kormákur Hvöt gerði góða ferð til Vestmannaeyja í gær þegar liðið heimsótti Knattspyrnuliðið Framherja-Smástund eða KFS. Leikurinn átti að fara fram klukkan 14 en var frestað til klukkan 18 vegna veðurs. Eyjamenn voru fyrri til að skora í leiknum og staðan í hálfleik var 1-0 fyrir heimamenn. Liðsmenn Kormáks Hvatar mættu ákveðnari til seinni hálfleiks og skoraði Ismael Moussa Yann Trevor tvö mörk sem dugðu til sigurs, lokatölur 1-2.

Liðið hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur og situr í sjöunda sæti deildarinnar. Næstu leikur fer fram á Blönduósvelli laugardaginn 3. júní klukkan 14 og er gegn Hvíta riddaranum, sem situr í þriðja sæti deildarinnar. Það munar þó ekki nema einu stigi á milli liðanna. Víðir vermir toppsæti deildarinnar með 12 stig og hefur liðið ekki tapað leik.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga