Fréttir | 31. maí 2023 - kl. 21:02
BioPol fær styrk úr Matvælasjóði

Matvælaráðherra hefur úthlutað um 577 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hlutu 53 verkefni styrk en 177 umsóknir bárust til sjóðsins. Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd er á meðal þeirra sem hlaut styrk, tæplega 19 milljónir króna fyrir verkefni sem nefnist Hrognkelsafengur – hnossgæti úr sjó. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum.

Úthlutun Matvælasjóðs 2023 má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga