Frá sýningunni í VSP húsinu
Frá sýningunni í VSP húsinu
Fréttir | 03. júní 2023 - kl. 09:14
Sjómannadagurinn á Hvammstanga

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur Hvammstanga sunnudaginn 4. júní. Hátíðardagskráin hefst með messu klukkan 13 á Bangsatúni. Sóknarprestur, organisti og kirkjukór Hvammstanga syngja messu undir bláhimni. Klukkan 13:45 verður blómsveigur lagður að minnismerki um drukknaða sjómenn. Klukkan 14 hefst leikjastund á Bangsatúni.

Opið fyrir alla á vegum Félags eldri borgara í VSP húsinu. Þar verður lifandi tónlist og sjómannalögin spiluð og sungin. Einnig verður sýning á munum sem tengist sjómönnum og sjósókn. Boðið verður upp á kaffihlaðborð kr. 1.500 f/fullorðna og kr. 700 f/12–16 ára aðrir ókeypis (ekki posi).

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga