Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 28. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 09:31 0 0°C
Laxárdalsh. 09:31 0 0°C
Vatnsskarð 09:31 0 0°C
Þverárfjall 09:31 0 0°C
Kjalarnes 09:31 0 0°C
Hafnarfjall 09:31 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
Skjáskot af baekur.is / Diplomatarium Islandicum = Íslenzkt fornbréfasafn
Skjáskot af baekur.is / Diplomatarium Islandicum = Íslenzkt fornbréfasafn
Pistlar | 03. júní 2023 - kl. 09:24
Sögukorn: Glaður hver skapar!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
  1.  Á miðvikudögum var Stiftsbókasafnið á dómkirkjuloftinu í Reykjavík opið í hádeginu, í einn klukkutíma, bókavörður var fyrst ráðinn 1848, hann Jón Árnason, prestsonur frá Hofi á Skaga, laun hans voru í fyrstu bókasafnsgjöld þeirra sem skilvísir voru og áttu smásjóð.
     
  2.  Nokkrar skólasystur mínar úr MA´66 hafa hittst í hádeginu á miðvikudögum fjölda ára. Stundum lenda þær þó í ferðalögum eða einhverjum erindrekstri en þá halda hinar uppi merkinu. Í fyrstu voru þær á Bláu könnunni en mörg s.l. ár í kaffistofu Amtsbókasafnsins á Akureyri og þangað slæðumst við Völundur og fleiri skólasystkin ef við erum viðlátin á Akureyri þennan tiltekna vikudag.
    Eitt sinn mælti ég mér þar mót við inn orðsnjalla Akureyring/Mývetning, Hjálmar heitinn Freysteinsson á þessum sérvalda tíma sem tókst vel, en hann var þar þó ekki fastagestur. Grétar eiginmaður Möggu Péturs skólasystur frá Glæsibæ er þó ásamt konu sinni einn traustu stólpanna í hópnum en þær skólasystur okkar eiga heiðurinn af tilkomu og framgangi þessa formannslausa félags, sem á þó og notar gestabók – og  þar er veðrið og hitastigið líka skráð. Í fáein skipti hafði ég haft rænu á að skoða ljósaskilti með hita vestur á Öxnadalsheiði svo ég gat aðeins orðið að liði. Og svo er masað.

     
  3. Fésbókarskrif eru frelsandi, m. k. lengi vel, þó einstaka fósi missi sig í leiðindi – svona eins og gerist í samtali við næsta mann. Auðvitað er, að hvergi á það að líðast að kasta skít í náungann. Þó það sé munnlegt.
    Það er hvorki smágrín né eitthvað meira.

     
  4. Álasmenning togast á við sköpunarþörf og tjáningar. Ég trúi að fésbók sé hjálpleg – og ljóð. Þau losa huga úr hnipri. En það tekur áratugi ef hniprið er mjög hrokafullt.
     
  5. Við héldum aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings á miðvikudegi, 24. maí s.l., sumpart af því það var betri strætódagur en fimmtudagur, Jón fyrirlesari komst ekki á þriðjudeginum og einn gestanna fór dagavillt – réttara sagt kom dagavillt, en hún Sigríður Ragnarsdóttir frá Forsæludal, sem býr rétt við fundarstaðinn, þarna við Árbrautina, hélt að hún væri að fara að spila lomber eins og gerir venjulega á fimmtudögum. En lenti þá í staðinn á þessum ágæta fundi okkar á miðvikudegi.
     
  6. Þó við værum ekki ýkja mörg á aðalfundinum þetta vorið – fremur en önnur vor, voru á fundinum tveir ráðsnjallir og þrautseigir safnstjórar, Ester Sigfúsdóttir frá Sauðfjársetrinu á Ströndum og Elín Sigurðardóttir safnstjóri Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.
     
  7.  Söfn þeirra beggja eru sérhæfð, Heimilisiðnaðarsafnið sýnir fatnað og handverk frá liðnum öldum, þar er staðið fyrir stofutónleikum og fyrirlestrum auk nýrra sýninga á hverju ári en í Sauðfjársetrinu sem er 12 km frá Hólmavík, er sauðféð möndull sýningarhaldsins. Það er í félagsheimilinu Sævangi sem vígt var 1957 sem er sama vígsluár og Húnavers.
     
  8. Ung hjón og upprennandi keyptu höfuðbólið Kirkjuból við Steingrímsfjörð fyrir 23 árum, hún var bókasafnsfræðingur, hann þjóðfræðingur og Strandamaður og þau hófust handa með ferðaþjónustu og sauðfjársetur og komu víðar við. Jón og Ester voru og eru skapandi fólk.
     
  9. Öflugt leikfélag, kennt við Hólmavík, höfuðstað héraðsins, sýnir árlega í Sævangi og í því starfi er stór hlutur áðurnefndra hjóna, Jóns og Esterar á Kirkjubóli.
     
  10. Saga Halldóru Bjarnadóttur 1874-1981 auk Byggðasafnsins á Reykjum fléttast inn í sögu Heimilisiðnaðarsafnsins og munir úr eigu hennar eru geymdir þar.
     
  11. Fróðleikur af vef Heimilisiðnaðarsafnsins:
    „Það má segja að Heimilisiðnaðarsafnið geymi fyrst og fremst hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Lögð er áhersla á að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur hins daglega lífs. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem ullinni var breytt í verslunarvöru. Það hefur verið hljótt um þessa vinnu og hvernig hvert heimili var sjálfbjarga um að breyta ull í fat og nýta til fullnustu það hráefni sem til féll.“

     
  12. Á þessum síðasta fundi sögufélagsins kom fram sú spurning hvernig hægt væri að auka list og sköpun í samfélagið. Vettvangur til umræðu er góður á síðum Húnahorns, kannski Bændablaðs, en fáir leita þess ráðs.
     
  13. Uppáhaldssafn mitt er á Svalbarðsströnd, í gamla skólanum/þinghúsinu þar með trjálund og kliðandi fjallalæk norðan hússins. Aldrei kem ég svo í Safnasafnið að mér verði ekki hugsað til sýslunga minna vestur við flóann bjarta og hve margir þeirra hafi gert sér ferð hingað til að njóta þessara verka alþýðulistamannanna og glæsilegra húsakynna. Móðir mín fór reyndar venjulega einu sinni á sumri að heilsa upp á safn og húsráðendur. Og tala um blóm við frú Magnhildi.
     
  14. Nýi sveitarstjórinn í Húnabyggð rabbar við sveitungana á vefsíðunni, hann – og aðrir sem vinna að framgangi Húnaþings, eiga skilið að geta skoðað tillögur sveitunga sinna á síðunni.
    Í síðasta pistil benti Pétur Bergþór okkur t.d. á að ekki þyrfti girðingu milli Húnabyggðar og Húnaþings vestra. Það er óhætt að hvetja okkur til að njóta þessa eftirlætis, að fá inni með þanka og tillögur á síðum Húnahorns, byggðin dreifða við flóann fagra á undir högg að sækja og árangurs frekar að vænta ef íbúar standa saman – og nota þennan opna vettvang til að tala saman.

     
  15. Já, miðvikudagur!
     
  16. Við erum fundalöt eða er kannski framboð funda fullmikið? En fyrirlesararnir sem komið hafa að finna okkur í Sögufélaginu eru mér margir minnisstæðir eins og efnið sem þar birtist. Fyrir síðasta aðalfund gerði ég skrá yfir fundi, fyrirlesara og heiti fyrirlestra eftir því sem gestabókin geymdi. Sjá neðar og meira er að finna í fundargerðabókinni sem Gréta á Húnsstöðum hefur safnað til og skráð á fundum félagsins en Benedikt Blöndal frændi hennar nú síðustu 2 aðalfundi.
    En ég braska við myndatökur til að setja á fésbók eða segja frá á Húnahorninu.

     
  17. En eru félög ekki að leita liðsauka – og þá til hvers? – fundur er boðaður, félagi er haldið úti og félagið okkar á magnaða sögu í 85 ár, síðast nú um aldamótin stóð það fyrir viðamikilli og dýrri útgáfu:
    Ættir Austur-Húnvetninga birtust í fjórum þykkum, þungum og fræðandi bindum. Elínborg, kennari og ættfræðingur, Jónsdóttir frá Másstöðum, sem starfaði og byggði sér hús á Skagaströnd var forgöngukona fyrir því mikla starfi.

     
  18. Annan hugmann eignaðist Sögufélagið í Gísla Pálssyni á Hofi. Á stjórnarárum hans hjá félaginu bættist þriðja bindið við Húnaþing I og II, eyðibýlasaga birtist þar, unnin af Hjördísi Gísladóttur frá Hofi auk þátta um afréttir Húnvetninga eftir staðkunnuga höfunda. Eyðibýlaþáttur Hjördísar telur 70 síður þar sem hún rekur fjölda eyðibýla utan af Skaga, fram í dali og þaðan vestur í Hrútafjörð.
     
  19. Gísli Pálsson kom eigin bókaútgáfu á laggirnar og kenndi við Hof. Um 50 bókatitlar voru gefnir út hjá Bókaútgáfunni á Hofi, niðjatöl, bækur um húsdýrin og með efni tengdu héraðinu. Þáttur Gísla í útgáfumálum var glæsilegur. Þáttur hans í endurreisn Hólastaðar var sömuleiðis magnaður og þar bættist annar Vatnsdælingur í liðið, Þorsteinn Ásgrímsson á Varmalandi.
     
  20. Það freistar mín að birta hér nokkur svipmikil bæjanöfn úr eyðibýlaþætti Hjördísar/Húnaþing III:

Mánavík, Kaldrani, Hvalgarður, Hólmi við Fossá, Álfhóll, Hafursvellir, Jeríkó, Þúfnavellir í Brandaskarði, Kollugerði, Kirkjubær, Skúfur, Kjóavellir, Buðlunganes, Kirkjuskarð, Sneis, Tungubakki, Eyrarland, Vesturá, Refsstaðir, Móbergssel, Karlastaðir, Mikilsstaðir, Miðstekkur/Miðstekkir, Mörk, Hvammur, Mjóidalur, Skyttudalur, Þverárdalur, Kálfárdalur, Hlíðarsel, Þverfell, Meingrund, Selhagi, Botnastaðir, Fjós, Grófarkot, Brún, Teigakot, Höll, Kóngsskarð, Rugludalur, Selland eða Brekkur í Blöndudal, Grænistekkur, Hólaborg, Þröm, Sléttadalur/Sléttárdalur, Kúlusel, Gafl, Smyrlaberg, Hnausasel, Lambastaðir, Hælssel, Dalstóftir úr Holtslandi, Mánagerði við Laxá, Geitaból, Eyjabær, Aralækur, Skíðastaðir, Sleggjustaðir, Litlu-Miðhús, Litlu-Sveinsstaðir, Ranhólar í Vatnsdalshólum, Trumbsalir, Geirastaðir, Brjámsstaðir, Þingeyrasel eða Búrfótur, Hvammssel, Fosskot, Kársnes, Gróustaðir, Kötlustaðir, Marðarnúpssel, Dalssel, Réttarhóll, Fremstasel, Gilhagi, Miðsel, Gilsbakki, Brekkukot, Ljótargerði eða Ljótarkinn, Hagahlíð eða Oddsás, Gjátún, Dælishús, Hvarf, Gafl, Fosshóll við Yxná, Yxnatunga, Dalsbrún, Stóra-Hlíð, Krókur, Stóra-Hvarf, Valdarássel, Rúst var hjáleiga frá Víðidalstungu eins og Egilsstaðir, Hringur, Tindahraun, Jónshús og Svölustaðir. Sporðshús, Selás, Deildarhóll, Hnífilgerði, Ásbjarnarnes, Borgarey, Músaþýfi, Leyniborg, Flóakot, Moðskeggstóftir, Garðshorn, Borgarhóll, Kothús, Grund, Hrískot, Sótastaðir, Skerpill, Litlihvoll, Klambrar/Klömbur/læknissetur, Ormsstaðir, Rönkuhóll, Hvítibær, Heiðarbær, Kolþernumýri, Snæringsstaðir, Þrælsgerði, Hringsstaðir, Sigríðarstaðir, Melatún, Handraði hjá Kistu, Hindisvík, Flatnefsstaðir, Kollur, Byrgi, Geitatóftir, Egilsstaðir, Engjabrekka, Ásgarður, Ambáttarkot, Bergshlíð, Núpshlíð, Miðseta, Óskot, Syðri-Vallakot, Kirkjuhvammur var annexía frá Tjörn, Kofinn, Tóftir, Spottakot/Spotthús/Spotti, Horngrýti, Ánholt, Tungukot, Þröm, Garðsvík, Hakastaðir, Kothóll, Torfustaðahús, Kot, Grafarhóll, Tröð, Miðland, Fagurhóll, Sperra, Kjölur á Núpsdal, Barðastaðir, Fosskot, Speni/Litlihvammur, Dalgeirsstaðir, Jafnhólslækir, Saltvík, Bakkakot, Fallandastaðir, Grillir, Brandagil, Grjótárbakki, Skotingefla, Flatarkot/Staðarflöt, Skúti, Dalkot, Býskálar, Bekansstaðir, Staðarsel, Foss, Helluland/Hella, Þórðarstekkur, Tungusel, Óspaksstaðasel.

  1. Síðasti bóndinn í Marðarnúpsseli var Jóhann Guðmundsson. Er Guðjón Hallgrímsson flutti að Marðarnúpi vorið 1931 stóðu hús uppi í Selinu og seldi hann þá húsviði Hafsteini Jónassyni, sem þá bjó í Vöglum, en síðar á Njálsstöðum. Húnaþing III bls. 315
     
  2. Björn Eysteinsson reif húsin á Dalsseli, er hann byggði á Réttarhóli árið 1886. Á Réttarhóli, sem er í Forsæludalskvíslum, langt framar annarri vatnsdælskri byggð bjuggu Björn og kona hans Helga Sigurgeirsdóttir til ársins 1891. Húnaþing III bls. 317
     
  3. Svipir og sagnir í fimm bindum, Brandsstaðaannáll og Búnaðarfélögin í Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppum voru fyrstu bækurnar sem  Sögufélagið okkar stóð fyrir útgáfu á. Samstarf milli félaganna, Húnvetningafélagsins í Reykjavík og Sögufélagsins Húnvetnings var öflugt á þessum fyrstu árum, um miðja síðustu öld.
     
  4. Veturinn ´99-´00 kom ættfræðin mikla út hjá þeim Elínborgu á Skagaströnd.  Þennan vetur var fjölskylda mín úti í Skotland og ég í námsleyfi. Sambandið við Ísland var mest skriflegt og frímerkt þó tölvupóstar væru farnir að tíðkast. Stundum hringt eins og þegar Hekla fór að gjósa. Þá hringdi Elínborg til að segja mér frá útkomu bindanna fjögurra, vildi gefa mér þau. Og gerði. Við rifjuðum upp að 13-14 árum áður, meðan ég bjó í Reykjavík, fórum við kvöldstund að heimsækja Ásgeir heitinn Björnsson frá Ytra-Hóli. Þá var þessi útgáfa og þetta bókarefni fyrst nefnt sem Elínborg bar svo fram af einstökum dugnaði með öðrum stjórnarmönnum félagsins og ættfræðingnum trausta á Sauðárkróki, honum Guðmundi Sigurði Jóhannssyni.
     
  5.  Gunnar Dal heimspekingur frá Syðra-Hvammi á Vatnsnesi orti:

Ég var á hæstu launum
sem þessi heimur getur greitt:
Gleðinni yfir að skapa.

  1.  Allt ljóðið hljóðar svo:

    Ég kaus að fara aðra leið

    En talaðu samt ekki
    um gamlan bitran mann
    fyrirlitinn, misskilinn, gleyminn.

    Ég var á hæstu launum
    sem þessi heimur getur greitt:
    Gleðinni yfir að skapa.

    Gleðinni yfir að hafa storminn í fangið
    og sjá mótvindinn dreifa fræjum mínum
    um jörðina.

    Gleðinni yfir að elska.

Ítarefni og heimildir:
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: http://textile.is/saga-safnsins/
               - - -              http://textile.is/
Sauðfjársetur á Ströndum https://saudfjarsetur.is/  

Heimspekiskóli Gunnars Dal: http://heimspekiskoligunnarsdal.is/

Brekkuörnefni í Fornbréfasafni: https://baekur.is/bok/676591e5-5556-493c-83b6 f8ffce008ea4/3/836/Diplomatarium_Islandicum__#page/n835/mode/2up

Safnasafnið: https://safnasafnid.is/?fbclid=IwAR1dd-N8FleUxLK2N65TLIgf9Hf6g00fJlmKhnQL-Mmjx78qblIiTxL58a8

Sýningar 2023: https://safnasafnid.is/2023-syningar/  

Nýleg sögukorn um útgáfubækur Sögufélagsins: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=20136

Diplomatarium Islandicum = Íslenzkt fornbréfasafn https://baekur.is/bok/676591e5-5556-493c-83b6-f8ffce008ea4/3/386/Diplomatarium_Islandicum__#page/n385/mode/2up

Viðauki frá aðalfundi 2023:

Af Sögufélagsstarfi síðustu þrettán ár

  1. 2010 31. jan. Aðalfundur á Blönduósi, IHJ varð formaður og fleiri fundir voru haldnir:
    JTorfason á Gauksmýri, Pétur Jónsson og JT á Gauksmýri, Bjarmanesi á Skagaströnd og Þór Magnússon á Byggðasafninu að Reykjum 28/11´10

     
  2. 2011 27. febr. Aðalfundur á Gauksmýri, Bragi Guðmundsson prófessor Ak. Annar fundur í Heimilisiðnaðarsafni Blönduósi sun. 27/3, fyrirlesari: Tómas Gunnar Sæmundsson Hrútatungu
     
  3. 2012 24. mars  Aðalfundur í Bókasafninu/Gamla kaupfélaginu á Skagaströnd, Þorlákur Axel Jónsson magister í sagnfræði Akureyri.
     
  4. 2013 17. mars Aðalfundur í Húnaveri félagið 75 ára, minnst sögu félagsins og frumkvöðla. Annar fundur á degi íslenskrar tungu 16/11 á Hvammstanga, Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur: Ljósmóðirin
     
  5. 2014 15. mars Aðalfundur Blönduósi/Ömmukaffi, Eðvarð Hallgrímsson sagði frá Elínborgu kennara og frumkvöðli að bókunum Ættir Austur-Húnvetninga Rv. 1999. Fundur í Þjóðskjalasafni 22/11 ´14
     
  6. 2015 Tveir fundir – stjórnarfundur í Blönduóskirkju/safnaðarheimili, hinn á Þjóðskjalasafni Rv. Þórður Vilberg Guðmundsson og bókakynningar.
     
  7. 2016 30. apríl Aðalfundur í Eyvindarstofu: fyrirlesari Vilhelm Vilhelmsson nýr doktor + 2 fundir í Húnabúð Rv.
     
  8. 2017 24. apríl Aðalfundur í Eyvindarstofu, Sesselja Þórðardóttir flutti fróðleik tengdu gömlu bréfi um nýju ráðskonuna í Sauðanesi, ömmu sína og nöfnu + 6 fundir í Húnabúð í félagi við Húnvetningafélagið í Rv.
     
  9. 2018 6.maí: Aðalfundur í Eyvindarstofu, Kristján Sveinsson sagnfræðingur: Fyrirlestur um vita í Húnavatnssýslu.
     
  10. 2019 26. maí: Aðalfundur í Eyvindarstofu, Fyrirlesari: Sigrún Magnúsdóttir fv. ráðherra, þm. og borgarfulltrúi um Hallgrím Scheving kennara á Bessastöðum og fleiri samtímamenn hans.
     
  11. 2020 29. jan.: Fundur í Hnitbjörgum í félagi við FEB A-Hún.
    Fyrirlesarar: Jón Björnsson, Jóhanna Erla Pálmadóttir og Jóhannes Torfason.
    Fundur 18/11 ´20 heima hjá Jóni Torfasyni með sr. Magnúsi Magnússyni og IHJ til að kanna möguleika á útgáfu Húnaþings 4&5 og annar fundur var á Hvammstanga 24. ág.´21 með sömu mönnum auk Önnu Margrétar Jónsdóttur á Sölvabakka og sem var/er starfandi ráðanautur hjá BHS v/Húnaflóa.

     
  12. 2021  30.maí Aðalfundur í Eyvindarstofu Bl. og minnst 60 ára útgáfuafmælis Húnavökunnar, ársrits USAH. Þeim Sigríði á Kagaðarhóli/ekkju Stefáns ritstjóra, Jóhanni í Holti og Ingibergi á Skagaströnd var afhent bókin Íslenskar þjóðsögur – Benedikt Jóh., Jóhannes Ben. með myndum Freydísar Kristjánsdóttur sem viðkenningarvottur fyrir langt og gifturíkt útgáfu-, ritunar og söfnunarstarf.
     
  13. 2022 10. apríl: Aðalfundur í Bókasafninu v/Einbúastíg Skagaströnd á pálmasunnudag: Ingibergur flutti fyrirlesturinn Dugnaður dó með örbirgðinni, um ómaga í Vindhælishreppi 1790-1830,  Ólafur Bernódusson sagði frá Ljósmyndasafni Skagastrandar, Lárus Ægir frá síðustu bók sinni, Kaupmenn á Skagaströnd en Guðmundur Unnar rifjaði upp myndir og minningar frá starfsárum hans í ritstjórn Húnavökunnar þar sem Unnar starfar enn. 
                  
  14. 2023  Ljóðhús í Mjódd – fjórar samkomur á útmánuðum –
    Jónas Tryggvason Blönduósi,
    Björn G. Björnsson organisti Hvammstanga og Kristján Sigurðsson kennari á Brúsastöðum. Samkomur á vegum Húnvetningafélagsins í Reykjavík, framhald af samstarfi þess við Sögufélagið nyrðra um þemaverkefni í Húnabúð – allt frá frá árinu 2016, féll niður meðan kóvídsóttin og salan á Húnabúðinni í Skeifunni gekk yfir en fór síðan myndarlega í gang með ljóðastundum í ársbyrjun 2023.

     
  15. Gréta Björnsdóttir á Húnsstöðum starfaði með Elínborgu Jónsdóttur kennara, formanni Sögufélagsins og frumkvöðuls að útgáfu á Ættum Austur-Húnvetninga fyrir aldamótin og Gréta hefur verið ritari stjórnar síðustu áratugi og átti sömuleiðis frumkvæði að því að stuðla að framhaldslífi félagsins eftir stórvirkið með ættfræðiritin og þá kom Ingi Heiðmar inn í stjórn félagsins.
     
  16. Ingibergur Guðmundsson á Skagaströnd sem lengi var ritstjóri Húnavöku, ársrits USAH, hefur sinnt mikilvægu og öflugu starfi fyrir húnvetnsk fræði, þ.á.m. að koma Húnavökunni og síðar Svipum og sögnum, útgáfubókum félagsins inn á vefinn, þ.e. tímarit.is og bækur.is. Þar verður gjörbreyting á aðgengi.

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið