Jón að grúska í heimildum. Mynd: Ingi Heiðmar Jónsson
Jón að grúska í heimildum. Mynd: Ingi Heiðmar Jónsson
Fréttir | 04. júní 2023 - kl. 09:53
Fimmtíu þættir úr sögu Torfalækjarhrepps

Í rúm tvö ár hefur Jón Torfason birt greinar á Húnahorninu undir heitinu Þættir úr sögu sveitar þar sem hann fjallar um íbúa í Torfalækjarhreppi sem bjuggu þar frá lokum 18. aldar og til fyrri hluta 19. aldar. Þá voru í hreppnum 20 jarðir og auk húsbænda var þar margt vinnufólk og húsfólk. Í þáttunum er saga þessara jarða og þess fólks sem þar lifði rakin lítillega. Íbúar sveitarinnar tengdust á ýmsa vegu og reynir Jón að draga sitthvað fram um samskipti fólks en margt er þó óvíst um tengsl einstakra manna og kvenna. Í dag birtir Jón fimmtugasta þáttinn sem fjallar um Jón á Húnsstöðum.

Hér má sjá tengla á alla þættina 50 sem Jón hefur birt:

Inngangur og
1. þáttur: Bændur og búalið í hreppnum 1790
 

2. þáttur: Auðurinn á Stóru-Giljá
3. þáttur: Brestasamt vinnufólk á Stóru-Giljá
4. þáttur: Sullarveikur bókbindari
5. þáttur: Endurvinnsla og sjálfbærni
6. þáttur: Af harðabónda ættinni
7. þáttur: Jón og Guðrún á Kagaðarhóli
8. þáttur: Meyjarskemman á Beinakeldu
9. þáttur: Þriðja vinnukonan og sonur hennar
10. þáttur: Millibilsástand á Beinakeldu
11. þáttur: Guðmundur Þórðarson, taka tvö
12. þáttur: Öreigarnir á Kringlu
13. þáttur: Bæjarhús á Kringlun 1801
14. þáttur: Fáfróð systkini á Kringlu
15. þáttur: Deilur um dánarbú Jónasar á Kringlu 1823
16. þáttur: Við bakka Húnavatns
17. þáttur: Kvonbænabréf Guðmundar Jónssonar I
18. þáttur: Kvonbænabréf Guðmundar Jónssonar II
19. þáttur: Kvonbænabréf Guðmundar Jónssonar III
20. þáttur: Guðmundur á Akri verður úti
21. þáttur: Hjálmar og Þórdís Guðmundar- og Steinunnarbörn, frá Akri
22. þáttur: Fleiri föðurlaus börn frá Akri
23. þáttur: Yngstu börnin frá Akri
24. þáttur: Næstu ábúendur á Akri
25. þáttur: Harmleikur fátæks fólks á Hnjúkum
26. þáttur: Fátækir dómarar
27. þáttur: Þröngt setið á Hnjúkum
28. þáttur: Hreppstjórinn á Reykjum
29. þáttur: Enn einn barnakarlinn af harðbónda ættinni
30. þáttur: Mála-Ólafur Björnsson
31. þáttur: Annað heimilisfólk á Reykjum
32. þáttur: Kvennamaðurinn á Reykjum
33. þáttur: Búskapur á Orrastöðum
34. þáttur: Af börnum Orrastaðahjóna
35. þáttur: Erfðakrafa Orrastaðasystra
36. þáttur: Hannes og Björg á Orrastöðum
37. þáttur: Hamrakot
38. þáttur: Dóttir Guðrúnar Jakobsdóttur
39. þáttur: Páll Illugason og Guðrún Jónsdóttir
40. þáttur: Kvenhetja á Skinnastöðum
41. þáttur: Kvinna þægð búin
42. þáttur: Enn um Rannveigu á Skinnastöðum
43. þáttur: Svipleg afdrif feðga
44. þáttur: Erlendur og Guðrún Skúladóttir á Torfalæk
45. þáttur: Reytur Guðrúnar Skúladóttur
46. þáttur: Fleira fólk á Torfalæk
47. þáttur: Dánarbússkipti á Hæli
48. þáttur: Enn eru ábúendaskipti á Hæli
49. þáttur: Ólafur og Kristín á Hæli
50. þáttur: Jón á Húnsstöðum

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga