Silver Cross barnavagn. Mynd: FB/Silver Cross fíklar á Íslandi
Silver Cross barnavagn. Mynd: FB/Silver Cross fíklar á Íslandi
Fréttir | 05. júní 2023 - kl. 10:26
Safnar Silver Cross barnavögnum

Um sjómannadagshelgina á Skagaströnd voru Silver Cross barnavagnar til sýnis í kjallaranum á Bjarmanesi, sem Helena Mara Velemir hefur safnað og skrifað sögu hvers og eins. Vagnarnir eru 13 talsins sem Helena á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. Vísir.is segir frá þessu og haft er eftir Helenu að hún hafi lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum á Skagaströnd.

„Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena í samtali við Vísi.

Sjá nánari umfjöllun á Vísi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga