Stebbi og Eyfi
Stebbi og Eyfi
Tilkynningar | 14. september 2023 - kl. 12:35
Stebbi og Eyfi með tónleika í Krúttinu

Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson halda tónleika í Krúttinu Blönduósi laugardaginn 16. september. Krúttið er í húsnæði sem fyrrum hýsti bakarí Blönduóss, en um er að ræða viðburðarými tengt rekstri Hótel Blönduóss, sem nýlega opnaði eftir gagngerar endurbætur. Stebbi og Eyfi bjóða upp á söngva frá ýmsum tímum, nk. þverskurð af ferli þeirra félaga, jafnt saman sem sitt í hvoru lagi, í bland við hæfilegan skammt af gríni og gáska. Tónleikarnir hefjast kl. 21.

Miðasala fer fram á tix.is -> https://tix.is/is/event/15917/stebbi-og-eyfi-i-kruttinu/

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga