
Hópurinn í Félagsheimilinu Hvammstanga. Mynd: hunathing.is / Álfhildur Leifsdóttir.
Fréttir | 14. september 2023 - kl. 13:12
Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra var haldið á Hvammstanga í byrjun mánaðarins. Sú nýbreytni var nú að allt starfsfólk skólanna var boðið velkomið til þingsins en er það tilkomið vegna samstarfs KSNV og Farskólans á Norðurlandi vestra. Starfsfólk skóla frá Húnavatnssýslum, Skagafirði og Fjallabyggð sem töldu um 180 manns mættu til þingsins.
Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra. Þar kemur fram að á þinginu voru erindi um karlmennskuna með Þorsteini V. Einarssyni og klámfræðsla frá Stígamótum sem Drífa Snædal stóð fyrir. Einnig voru vinnustofur þar sem ýmislegt var í boði, svo sem tækni í skólastarfi, yoga, zumba, vinaliðaleikir, læsi og samfélagslöggæsla svo eitthvað sé nefnt. Bæði kvenfélagið á Hvammstanga og veitingastaðurinn Sjávarborg sáu þinggestum fyrir ljúffengum veitingum sem endaði með hátíðarkvöldverði og gleði í félagsheimilinu.