
Breytt Sæborg. Myndir FB/Skagaströnd
Fréttir | 15. september 2023 - kl. 15:12
Félags- og skólaþjónusta A-Hún, sem rekin er af sveitarfélögunum Húnabyggð, Skagabyggð og Skagaströnd, fékk stuðning úr Framkvæmdasjóði aldraðra á síðasta ári til þess að ráðast í endurbætur á hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd. Framkvæmdirnar kláruðust í vor og á facebooksíðu Skagastrandar kemur fram að mikil ánægja sé með þær breytingar sem gerðar voru enda séu þær afskaplega vel heppnaðar.
Meðfylgjandi myndir af breytingunum er af facebooksíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar.