Bl├Ându├│s. Lj├│sm: R├│bert Dan├şel J├│nsson
Bl├Ându├│s. Lj├│sm: R├│bert Dan├şel J├│nsson
Fr├ęttir | 16. september 2023 - kl. 10:26
L├şflegur laugardagur ├í Bl├Ându├│si

Það verður ýmislegt um að vera á Blönduósi í dag og má a.m.k nefna þrennt; fótboltaleik, endurminningar og tónleika. Fótboltaleikurinn hefst klukkan 14 á Blönduósvelli en þar tekur Kormákur Hvöt á móti Augnabliki í lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 3. deild. Með hagstæðum úrslitum fer liðið upp í 2. deild. Klukkan 16 verður viðburður á Apótekarastofunni í gamla bænum sem nefnist Snáðinn, sonur apótekaranns.

Þar ætlar Guðmundur Helgi Helgason að rifja upp gamlar minningar og vonast til að hitta sem flesta sem áttu heima á Blönduósi og í nágrenni á ofanverðri síðustu öld.

Klukkan 21 ætla svo Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson að halda tónleika í Krúttinu. Bjóða þeir upp á söngva frá ýmsum tímum eða nokkurs konar skammt af gríni og gáska.

Miðasala fer fram á tix.is -> https://tix.is/is/event/15917/stebbi-og-eyfi-i-kruttinu/

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga